■ Opnað og lokað fyrir útvarpið og MP3-spilarann
Styddu á tónlistartakkann til að kveikja á útvarpinu eða MP3-spilaranum. Ef
síminn er bæði með útvarp og MP3-spilara, kviknar á útvarpinu. Styddu snöggt á
tónlistartakkann til að skipta á milli útvarpsins og spilarans.
Styddu á tónlistartakkann, og haltu honum inni, til að slökkva á útvarpinu eða
MP3-spilaranum.
Það er einnig hægt að kveikja og slökkva á útvarpinu og MP3-spilaranum í
símanum.