Umhirða og viðhald
Í tækinu fer saman frábær hönnun og flókin tækni sem fara þarf gætilega með. Eftirfarandi
leiðbeiningar hjálpa til við að halda tækinu í ábyrgð.
•
Halda skal tækinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni sem
tæra rafrásirnar.
•
Ekki má nota tækið á rykugum og óhreinum stöðum né geyma það þar. Færanlegu
hlutirnir í því geta skemmst.
•
Ekki má geyma tækið á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið úr endingu rafeindatækja
og undið eða brætt sum plastefni.
•
Ekki má geyma tækið á köldum stað. Þegar tækið hitnar upp að eðlilegu hitastigi getur
raki myndast innan í því og hann getur skemmt rafrásaspjöld.
•
Ekki skal reyna að opna tækið öðruvísi en tilgreint er í þessari handbók.
•
Tækinu má ekki henda, ekki má banka í það eða hrista það. Óvarleg meðferð getur
skemmt innri rafrásarspjöld og fíngerðan búnað.
•
Ekki má nota sterk efni, leysiefni til hreingerninga eða sterk hreinsiefni til þess að þrífa
tækið.
•
Ekki má mála tækið. Málningin getur fest hreyfanlega hluti tækisins og komið í veg fyrir
að þeir vinni rétt.
•
Aðeins má nota loftnetið sem fylgir með tækinu eða samþykkt varaloftnet. Ósamþykkt
loftnet, breytingar á þeim eða viðbætur, gætu skemmt tækið og kunna að brjóta í bága
við ákvæði laga um senditæki.
Ef tækið þitt vinnur ekki rétt skaltu fara með það til næsta viðurkennda þjónustuaðila til
lagfæringar.